Færslur: 2025 September

30.09.2025 00:37

Harpa Karen á Eyjafirði

                               Harpa Karen á siglingu við Svalbarðseyri i dag 29 sept mynd þorgeir Baldursson 2025

 

Það er mikið umleikis hjá útgerðarfélaginu Brimkló sem að gerir út tvo báta Hörpu Karen EA sem að er Skemmtibátur 4,67 tonn og 7,4 m/L smiðaður i Bever Marin A/S 1985. og Nóa EA611 sem að er Eikarbátur og er orðin mjög glæsilegur i höndum þeirra Daviðs Haukssonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur enda eru þau mjög samhent að hafa bátana snyrtilega og vel um gengna og það er greinilegt að þau hafa mikinn metnað þegar kemur að útgerðinni 

                                

                        Harpa Karen á siglingu við Svalbarðseyri i dag 29 sept mynd þorgeir Baldursson 2025

                             Harpa Karen á siglingu við Svalbarðseyri i dag 29 sept mynd þorgeir Baldursson 2025

                                        Eikarbáturinn Nói á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

 

 

29.09.2025 01:18

Hobbyveiðar i Eyjafirði

Hobbysjómenn i Eyjafirði skreppa stumdum á sjó undanfarið hefur verð tregur afli vegna stóra dragnótabáta sem 

að hafa verið að veiðum utarlega i firðinum þannig að enginn fiskur kemur hérna inn  á grunnin 

skrapp útá Gásir i dag og tók nokkrar með dróna enda Eyfjörðurinn með fallegustu fjörðum i logni 

                           Skipverjar á Nóa á veiðum mynd þorgeir Baldursson 28 sept 2025

                                   Þokkaleg veiði hjá skipverjum  á Nóa mynd þorgeir Baldursson 

24.09.2025 22:45

Detta um heljarinnar góð síldarhöl fyrir austan

           

 

                                                   Sigurður ve 15 mynd þorgeir Baldursson 

 

Detta um heljarinnar góð síldarhöl fyrir austan

Birkir Ingason, stýrimaður á Sigurði VE, segir síldveiðar ganga vel fyrir austan þótt enn sem komið sé þurfi að hafa dálítið meira fyrir síldinni en í fyrra og að hún sé heldur smærri en þá. Hann búist við að fara næst á kolmunna í Rósagarðinn áður en veiðar á heimasíldinni hefjist fyrir vestan land.

Talsvert er um háhyrninga á veiðislóðinni hjá Sigurði VE. Birkir Ingason stýrimaður segir þeim virðast vera að fjölga en séu ekki að trufla.„Þeir eru mjög gæfir og koma stundum í tugatali og fylgja okkur í dælingunni. Þeir taka það sem dettur úr belgnum og bíða eftir að eitthvað klikki um borð til að geta tekið restina.“ Myndir/Sigurfinnur Viðar Sigurfinnsson

Deila

„Við köstuðum við Glettinganes og fengum 320 tonn í fyrsta holinu sem var mjög stutt. Svo fengum við 375 tonn núna í nótt,“ segir Birkir Ingason, stýrimaður á Sigurði VE, sem er við síldveiðar fyrir austan land og rætt var við í gærmorgun.

Að sögn Birkis er um að ræða ágætis fisk þótt enn sé komið er sé hún heldur minni en í fyrra. „Þetta er um 400 gramma síld sem við erum að fá. Við erum að reyna að halda meðalþyngdinni helst yfir 400 grömmunum; vinnslan biður um betri fisk í það sem þeir eru að framleiða þessa stundina,“ segir hann.

 

Stærri síld en á Seyðifjarðardýpi

 

Flott dæling af fallegri síld um borð í Sigurði VE. Mynd/Sigurfinnur Viðar Sigurfinnsson

Flott dæling af fallegri síld um borð í Sigurði VE. Mynd/Sigurfinnur Viðar Sigurfinnsson

 

Áður en Sigurður hóf veiðar við Glettinganes segir Birkir að í túrnum á undan hafi verið veitt um þrjátíu sjómílum sunnar, á Seyðisfjarðardýpinu og þar um kring.

„Þá var síldin aðeins smærri og hentaði illa fyrir það sem vinnslan var að gera. Þeir reyna að heilfrysta mikið og lausfrysta hana og svo er minni síldin unnin í flök og flapsa. Þeir eru mjög duglegir að skipa út og halda nógu plássi í frystigeymslunum.“

Þegar rætt er við Birki, sem er  að morgni þriðjudags eins og áður segir, eru þrjú önnur skip á síldveiðum á sömu slóðum; Ásgrímur Halldórsson SF, Beitir NK og Gullberg VE. Með Sigurði segir hann Heimaey VE vera að veiða upp í um ellefu þúsund tonna kvóta í norsk-íslensku síldinni fyrir Ísfélagið. Þessi tvö skip landi síldinni á Þórshöfn.

 

Upp í 700 tonna höl

„Það hafa ekki verið mörg skip á svæðinu í einu. Menn hafa yfirleitt verið að ná þessu á frekar skömmum tíma, hafa dottið um alveg heljarinnar góð höl. Menn hafa verið að taka alveg upp í 700 tonna höl á stuttum tíma,“ segir Sigurður. Miðað við síðustu ár finnist honum samt að síldin láti hafa aðeins meira fyrir sér núna.

„Síðustu ár hafa menn getað komið hérna og kasta bara á einhvern bing og tekið þetta á mjög skömmum tíma. Núna erum við að keyra um og leita,“ segir Birkir. Menn hafi svo sem engar kenningar um hvað valdi þessum mun.

„En kannski er fiskurinn einfaldlega seinna á ferð eins og var með makrílinn í sumar þar sem veiðin blossaði upp alveg í restina. Maður heldur í vonina að fiskurinn sé ekki alveg kominn á svæðið og að það skili sér eitthvað meira að norðan. En einhvern tíma hefði það jaðrað við frekju að vera ósáttur við 300 til 400 tonn í holi,“ segir Birkir og hlær.

 

Taka einn eða tvo kolmunnatúra

Að sögn Sigurðar er von á brælu aðfaranótt föstudags sem standa muni fram á laugardag. Segist hann alveg til í að geta klárað túrinn með fullfermi og náð í höfn áður en veðrið skelli á.

„Og þegar þetta er búið reikna ég með að við tökum einn eða tvo kolmunnatúra í Rósagarðinn áður en við förum yfir í heimasíldina vestur af landi,“ segir Birkir.

Eins og sést á forsíðu Fiskifrétta í dag er talsvert um háhyrninga á veiðislóðinni. Birkir segir þeim virðast vera að fjölga en séu ekki að trufla.

„Þeir eru mjög gæfir og koma stundum í tugatali og fylgja okkur í dælingunni. Þeir taka það sem dettur úr belgnum og bíða eftir að eitthvað klikki um borð til að geta tekið restina,“ segir Birkir Ingason. heimild fiskifrettir 

 

21.09.2025 12:36

Harpa Karen á Eyjafirði

           7899 Harpa Karen í kaldaskit á Eyjafirði mynd Þorgeir Baldursson 

21.09.2025 08:34

Konsúll á fullri ferð úr Hvalaskoðun

                       Konsúll á landleið eftir góðan túr i hvalaskoðun i Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

Hvalaskoðun í Eyjafirði 2024

Hvalaskoðun í Eyjafirði 2024

Mikil Gróska hefur verið hvalaskoðun i Eyjafirði i sumar og hefur sjaldan verið túr sem að ekki hefur sést til hvala 

hnúfubakar hnýsur hrefnur höfrungar sandreiður  og stöku Grindhvalir ásamt fjölda fuglategunda og siða er það nýlunda 

að lundi er farinn að verpa i Hrisey  nánar um það hér að neðan 

https://www.akureyri.net/is/frettir/plastlundar-lokkudu-til-varps-i-hrisey

https://www.akureyri.net/is/ljosmyndir/hvalaskodun-i-eyjafirdi

https://www.akureyri.net/static/gallery/hvalaskodun-i-eyjafirdi/lg/8m1a8145.jpg

Myndir Þorgeir Baldursson 

17.09.2025 21:36

Blængur er einn eftir af Spánartogurunum

                                                  1345 Blængur NK 125 Mynd Þorgeir Baldursson 

Heimild morgunblaðið /sisi 

 

Sumarið 2015 festi Síldarvinnslan í Neskaupstað kaup á frystitogaranum Frera af Ögurvík hf. og fékk hann þá nafnið Blængur og einkennisstafina NK 125.

Blængur hét upphaflega Ingólfur Arnarson og var smíðaður á Spáni fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. Skipið kom nýtt til landsins 24. janúar 1974. Margreyndur aflaskipstjóri var með skipið, Sigurjón Stefánsson. Hann var áður með Bjarna Benediktsson. 1. vélstjóri var Kristinn Hafliðason. Í áhöfn voru að jafnaði 24-25 manns.

Sigurjón Stefánsson, margreyndur aflaskipstjóri, var fyrsti skipstjóri Blængs, sem þá .

Sigurjón Stefánsson, margreyndur aflaskipstjóri, var fyrsti skipstjóri Blængs, sem þá hét Ingólfur Arnarson.

Fram kom í frétt Morgunblaðsins á sínum tíma að vistarverur væru allar hinar glæsilegustu og ekki ætti að væsa um menn.

Bæjarútgerðin átti togarann til ársins 1985 en þá festi Ögurvík kaup á honum og var honum þá breytt í frystiskip. Árið 2000 voru gerðar umfangsmiklar breytingar á togaranum en þá var hann meðal annars lengdur um 10 metra og aðalvél endurnýjuð. Einnig var vinnslulínan endurnýjuð svo og frystilestin. Skipið er 79 metra langt eftir breytingarnar og búið 5.000 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila. Það er 1.723 brúttótonn að stærð.

Blængur hafi fyrst og fremst verið gerður út á ufsa, karfa og grálúðu, en það eru tegundirnar sem íslenskir frystitogarar hafa lagt áherslu á að veiða á undanförnum árum. Um væri að ræða hörkuskip með miklum togkrafti og Blængur var nú eitt af öflugustu togskipum Íslendinga.

„Skipið er öflugt veiðitæki og oft gaman að fiska á það,“ var haft eftir Theodóri Haraldssyni skipstjóra.

Umfangsmiklar breytingar

Sem fyrr segir keypti Síldarvinnslan Blæng sumarið 2015. Á árinu 2016 fór það í umfangsmiklar breytingar í Póllandi og lauk þeim ekki fyrr en komið var fram á árið 2017. Árið 2018 var skipið einnig frá veiðum um tíma en þá var meðal annars skipt um togspil.

Blængur var nýverið í slipp í Reykjavík. Hér leggst hann .

Blængur var nýverið í slipp í Reykjavík. Hér leggst hann að bryggju í Reykjavíkurhöfn eftir velheppnaða veiðiferð og naut aðstoðar dráttarbátsins Haka. Morgunblaðið/sisi

Á áttunda áratug síðustu aldar voru margir skuttogarar keyptir til landsins og voru Spánartogararnir svokölluðu meðal stærstu skipanna í þessum nýja flota. Kaupin á þeim voru gerð með atbeina stjórnvalda og með ríkisábyrgð. Þrjú skipanna fóru til Bæjarútgerðar Reykjavíkur, tvö fóru til Útgerðarfélags Akureyringa og einn Spánartogarinn til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.

Um þetta má lesa í greinargóðri samantekt Ágústs Inga Jónssonar blaðamanns í Morgunblaðinu 22. september 2018.

Spánartogararnir sex komu til landsins á árunum 1973-1975. Þeir voru smíðaðir í skipasmíðastöðinni Astilleros Luzuriaga S.A. í Pasajes de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.

Togararnir voru smíðaðir eftir sömu teikningu, 68,7 metrar að lengd, og var Bjarni Benediktsson RE 210 fyrstur í þessari raðsmíði. Bæjarútgerð Reykjavíkur hf. gerði skipið út og kom það til heimahafnar 10. janúar 1973.

Síðan komu þeir hver af öðrum Júní HF, Snorri Sturluson RE, Ingólfur Arnarson RE, Kaldbakur EA og Harðbakur EA.

Spánartogararnir voru gerðir út til fiskveiða hér við land í áratugi og reyndust yfirleitt mikil aflaskip. Miklar breytingar voru gerðar á sumum þeirra í áranna rás og nokkrum þeirra var breytt í frystitogara.

Spánartogararnir hafa týnt tölunni hver af öðrum og margir verið seldir í brotajárn. Nú er aðeins einn eftir, Blængur NK.

Rifja má upp að lokum að nafnið Ingólfur Arnarson er mikilvægt í sögu togaraútgerðar á Íslandi.

Eftir seinni heimsstyrjöldina voru skip við Ísland flest orðin gömul og nauðsynlegt að endurnýja flotann. Þávarendi ríkisstjórn, sem kölluð var nýsköpunarstjórnin, ákvað að kaupa nýja togara frá Bretlandi og pantaði 30 skip árið 1945. Síðan bættust við fjögur skip sem einstaklingar keyptu.

Fyrsti nýsköpunartogarinn

Fyrsti nýsköpunartogarinn hét einmitt Ingólfur Arnarson og kom hann til landsins 17. febrúar 1947. Hann var nefndur í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni, landnámsmanni Reykjavíkur. Togarinn var seldur í brotajárn til Spánar árið 1974. Nýsköpunartogarar urðu alls 42. Reykjavíkurbær keypti átta nýsköpunartogara. Bæjarútgerðin gerði út fimm þeirra.

Ingólfur Arnarson kemur i fyrsta sinn til hafnar í Reykjavík .

Ingólfur Arnarson kemur i fyrsta sinn til hafnar í Reykjavík í janúar 1974 fánum prýddur eftir langa siglingu frá Spáni. Morgunblaðið/Sveinn Þormóðsson

Fyrrnefndur Sigurjón Stefánsson varð skipstjóri á nýsköpunartogaranum Ingólfi Arnarsyni RE 201 árið 1952 og var óslitið með Ingólf í 20 ár eða þar til hann tók við skuttogaranum Bjarna Benediktssyni og síðar nýjum Ingólfi Arnarsyni. Sigurjón var einn þekktasti togaraskipstjóri sinnar samtíðar.

Árið 1977 kom Sigurjón í land og tók við framkvæmdastjórn Togaraafgreiðslunnar hf., sem þá var starfandi við Reykjavíkurhöfn. Hann var um árabil í stjórn skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis og í sjómannadagsráði. Sigurjón lést 17. nóvember 2005.

03.09.2025 00:23

Skemmtiferðaskipin rifinn

Það er mörg skemmtiferðaskipin sem að eru rifinn á Indlandi svona var staðan um daginn 

                                 svona var staðan i siðustu viku á ströndinni       
  • 1

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1020
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2725
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 2124889
Samtals gestir: 68263
Tölur uppfærðar: 1.10.2025 06:25:04
www.mbl.is