25.04.2007 08:38

Héðinsfjarðargöng

Prenta fréttSenda fréttHlusta á hljóðskrá

Vatnsleki í Héðinsfjarðargöngum

Frá vinnu við Héðinsfjarðargöng

Ekkert hefur verið grafið í Héðinsfjarðargöngum, Ólafsfjarðarmegin, í um vikutíma vegna vatnsleka í göngunum.

Magnús Jónsson, verkefnastjóri hjá Háfelli, segir að ekki hafi verið búist við vatnsuppsprettu á þessum stað; frekar hafi verið búist við þessu þegar komið væri lengra inn í bergið. Því hafi starfsmenn ekki verið búnir undir vatnslekann. Vatnsmagnið nemur um 1.500 lítrum á mínútu sem er mun minna en í Vestfjarðagöngunum, segir Magnús, en of mikið til að taka við því inni í göngunum. Því er unnið að því að veita vatninu út og þétta bergið.

Magnús segir þetta þó ekki tefja verkið; reiknað hafi verið með nokkrum slíkum stoppum í verkáætlun. Göngin eru nú orðin samanlagt um 2,5 kílómetri að lengd sem er um 1/5 af heildarlengd ganganna en byrjað var að grafa síðasta haust. Grafið er á tveimur stöðum, það er frá Siglufirði og frá Ólafsfirði í átt að Héðinsfirði. Verkinu á að ljúka í árslok 2009.Heimild www.ruv.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 300
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 618
Gestir í gær: 77
Samtals flettingar: 584511
Samtals gestir: 23306
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 17:12:35
www.mbl.is