07.08.2007 02:06

GÓÐAR HORFUR MEÐ SILD OG MAKRILVEIÐAR

Norska skipið Libas er um þessar mundir í síldarrannsóknaleiðangri á svæðinu milli Íslands og Noregs. Athuganir benda til þess að útbreiðslusvæði norsk-íslensku síldarinnar hafi stækkað sem talið er lofa góðu um síldveiðar næsta árs. Þá hefur komið fram að makríll hefur leitað meira norður og vestur á bóginn en áður.

Leif Nöttestad fiskifræðingur sem er um borð í Libas segir í samtali við norska sjávarútvegsblaðið Fiskaren, að síld sé að finna bæði í íslenskri lögsögu, Síldarsmugunni og við Jan Mayen. Útlit sé fyrir að síldin sé nú á leið austur á bóginn í átt að norsku lögsögunni. Útbreiðslusvæði makríls hafi í ár færst meira til norðurs og vesturs en áður og mikið sé af ungum makríl í Síldarsmugunni og í norskri lögsögu.

Þegar Fiskaren hafði samband við Libas var skipið statt 72°20 N og stóð til að leita næst í austur- og norðurausturhluta Noregshafs en fara síðan í færeysku lögsöguna til þess að kanna útbreiðsluna til suðurs. ,,Stækkandi útbreiðslusvæði síldarinnar endurspeglar stóran stofn, hann er í góðu standi og átan sömuleiðis. Ennþá er of snemmt að spá fyrir um kvóta næsta árs en þó er hægt að segja að útlitið sé gott,? segir Nöttestad. Heimild Skip.is mynd ÞORGEIR BALDURSSON

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 929
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 1051
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 617335
Samtals gestir: 26245
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 23:35:02
www.mbl.is