01.11.2007 21:45

Grunnskólanemar I Brekkuskóla


Sjávarútvegsráðuneytið hefur staðið fyrir rekstri skólaskips vor og haust undanfarin ár fyrir nemendur 9. og 10. bekkja grunnskóla landsins og hafa Fiskifélag Íslands, sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknastofnunin séð um framkvæmdina.

Í dag 1. nóvember mun skipið hefja ferð sína með nemendur í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins en ferðirnar munu standa yfir út nóvember.

Skólaskipið mun fara í um 40 ferðir með yfir 600 nemendur en það eru tvær námsferðir á hverjum degi. Líkt og áður er það Fiskifélag Íslands sem skipuleggur ferðir skólaskipsins og sér um samskiptin við skólana og sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnuninni sjá um kennsluefnið og fræðsluna um borð.

 Í ferðunum fá nemendur að kynnast sjávarútveginum og vinnunni um borð í fiskiskipum. Líffræðingur frá Hafrannsóknastofnuninni verður með í för, fræðir þá um hinar ýmsu sjávarlífverur og kynnir starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar. Skipstjórinn kynnir fyrir nemendum stjórntæki skipsins, veiðarfæri og vinnslulínu. Siglt er úr höfn og trollinu kastað. Þegar búið er að toga fá nemendur að gera að aflanum undir handleiðslu áhafnarinnar og líffræðings.

 Óhætt er að segja að um sé að ræða metnaðarfulla dagskrá þar sem nemendur kynnast mörgum hliðum á þessari mikilvægu atvinnugrein okkar Íslendinga, segir í frétt frá Fiskifélagi Íslands.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is