09.11.2007 20:50

Niðurrif gamalla skipa i Krossanesi


Krossanes

Myndatexti: Hegranesið sem liggur utan á Margréti EA í Krossanesi verður bútað niður og brotajárnið flutt út en aðstaða starfsmanna verður um borð í Margréti. Þá standa yfir viðræður um kaup á bátnum Jóni Steingrímssyni sem liggur við löndunarbryggjuna. Á innfelldu myndinni er Jón Pétur Pétursson. Mynd: Þorgeir Baldursson.

Íslendingur og Svíar að hefja brotajárnsvinnslu í Krossanesi:

Heilu fiskiskipin bútuð niður til útflutnings

Það er að færast í líf í tuskurnar í Krossanesi á Akureyri á nýjan leik en þar er Íslendingur í samstarfi við Svía að fara að hefja brotajárnsvinnslu af fullum krafti. Þar verða m.a. fiskiskip bútuð niður, brotajárnið flutt út með fraktskipi og selt til aðila í Svíþjóð. Fyrsta skipið sem þannig fer fyrir, er skuttogarinn Hegranes frá Sauðárkróki.

Þá hafa þessir aðilar einnig keypt gamla skuttogarann Margréti EA af Samherja, ekki til niðurrifs, heldur undir höfuðstöðvar sínar í Krossanesi. Um um borð í Margréti verða vistarverur starfsmanna, skrifstofuaðstaða og birgðageymsla en 14 Lettar eru m.a. komnir til vinnu á Akureyri. Einnig er stefnt að því að ráða heimamenn til starfa. Íslendingurinn sem þarna kemur að málum heitir Jón Pétur Pétursson úr Kópavogi en hann rekur fyrirtækið JPP ehf.

Jón Pétur sagði í samtali við Vikudag að í gangi væru viðræður um kaup á fleiri íslenskum fiskiskipum til niðurrifs og einnig stendur til að kaupa annars konar brotajárn til útflutnings. Skipin verða þá dregin í Krossanes og bútuð niður þar. ?Brotajárn er verðmæti en menn hafa verið láta það fara úr landi fyrir allt of lítinn pening. Þetta sem menn kalla rusl og drasl lítum við á sem hráefni og erum tilbúnir að greiða fyrir það.?

Jón Pétur sagði að einnig stæðu yfir viðræður um niðurrif á fiskimjölsverksmiðjunni í Krossanesi. Þá hafa þessir aðilar gert kauptilboð í Harðbak EA, ísfisktogara Brims, ekki til niðurrifs þó, heldur með það að markmiði að selja togarann til útgerðaraðila í Suður Ameríku.

Jón Pétur sagði að menn hefðu fengið mjög góðar viðtökur á Akureyri og þá ekki síst hjá hafnaryfirvöldum hann segir að mjög spennandi tímar séu framundan í þessari atvinnugrein. ?Það tekur um þrjár vikur að búta niður skip eins og Hegranes og þá í þær einingar sem þarf til í útflutninginn.?


 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1303
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 824
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 604122
Samtals gestir: 25436
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 22:17:16
www.mbl.is