11.05.2008 00:12

Langur nafna- og eigandalisti


                                  259. Margrét HF 20  © Emil Páll
Þó þessi bátur sé orðinn 40 ára gamall, þá lýtur hann ansi vel út, en hann var byggður í Sandefjord í Noregi og lauk smíði hans 1964. Síðan var hann lengdur 1966. Yfirbyggður við bryggju í Keflavík 1982-1983 og mælist í dag 207 tonna skip. Fyrsta nafnið sem báturinn bar var Súlan EA 300 og var frá Akureyri. Þá Súlan EA 310 frá sama stað. Sama nafn í eigu aðilar í Reykjavík, Síðan hefur þetta verið þannig. Stígandi ÓF 30 frá Ólafsfirði, eigandaskipti þar en áfram sama nafn. Stígandi RE 307 í sameign manna í Keflavík og Reykjavík, síðan flutti sá í Keflavík á Seltjarnanes og þaðan til Kópavogs, en áfram var aðilinn í Reykjavík eigandi. Þá urðu tvenn eigandaskipti er fyrirtæki í Reykjavík keyptu bátinn og hélt hann áfram nafni sínu. Þaðan fór báturinn á ný til Keflavíkur og nú sem Jarl KE 31, þaðan til Vestmannaeyja sem Valdimar Sveinsson VE 22 og síðan urðu tvenn eigandaskipti á bátnum í Eyjum en áfram bar hann sama nafn. Síðan urðu enn ein eigandaskiptin þar og þá fékk hann nafnið Beggi á Tóftum VE 28. Það fyrirtæki skráði hann síðan á Hornafirði og þá bar hann sama nafn en nr. SF 222 og síðan flutti fyrirtækið með hann til Ólafsvíkur en breytti ekki um nafn. Þar var hann síðan seldur innanbæjar og fékk nafnið Bervík SH 143. Undir þessu nafni komast hann í eigu aðila í Keflavík og síðan seldur aðila í Kópavogi. Þaðan var hann seldur til Þorlákshafnar og fékk nafnið Klængur ÁR 20. Þá keypti fyrirtæki á Álftanesi bátinn, en skráði hann í Þorlákshöfn og fékk hann nafnið Margrét ÁR 20, sama fyrirtæki skráði hann síðan á Hofsósi og hélt hann nafninu en fékk nr. SK 20. Nú var hann seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann fékk núverandi nr. HF 20 og síðan það gerðist hefur hann skipt um eigendur þrisvar, en haldið sama nafni og nr. og haft heimahöfn í Hafnarfirði, þó svo að eigendur hafi verið ýmist á Álftanesi eða Blönduósi.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 150
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 1007
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 620361
Samtals gestir: 26617
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 06:11:17
www.mbl.is