Bátur þessi er smíðaður í Strandby í Danmörku 1946 og bar fyrst nafnið Sigrún AK 71 og með því nafni lenti báturinn í miklum hrakningum á norðanverðum Faxaflóa 4.- 5. janúar 1952. Hann var seldur til Keflavíkur 1962 þar sem hann fékk fyrst nafnið Sigurbjörg KE 98 og síðan Sigurbjörg KE 14 og hafði það nafn í tæp 20 ár, en þó ekki alltaf í eigu sama aðila. Þá fékk báturinn nafnið Sigrún KE 14 og var í lokin í eigu aðila ýmist á Ísafirði, Hvammstanga eða Kópaskeri. Báturinn var síðan tekin í Úreldingasjóð 4. nóv. 1986.

740. Sigurbjörg KE 14 © mynd Emil Páll 1977