20.10.2008 13:23

Söguleg staðfesting

Mynd sú sem nú birtist er í raun staðfesting, sem hvergi hefur komið fram í skipaskrám. Málið snýst um það að Jónas Jónasson GK 101 frá Njarðvík var seldur til Eskifjarðar í maí 1966 og síðan brann hann og sökk 3. júní sama ár milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar. Fram að þessu er aðeins talað um að hann hafi haldið fyrra nafni þegar það gerðist, en á þessari mynd Tryggva Sig, kemur í ljós að hann hafði fengið nafnið Birkir SU 519 og sést raunar að málað hafði verið yfir fyrra nafn á stýrishúsinu og númerið að framan til að sitja hið nýja á. Með öðrum orðum það var Birkir SU 519 sem áður hét Jónas Jónasson GK 101 sem brann og sökk þarna.

        622. Birkir SU 519 ex Jónas Jónasson GK 101 © mynd úr safni Tryggva Sig.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 1485
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 643785
Samtals gestir: 30109
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 01:28:18
www.mbl.is