Þessi bátur hefur frá aldamótum verið elsti bátur landsins, smíðaður í Fredrikssund í Danmörku 1930. Upphaflega hét hann Huginn GK 341 og var úr Vogum, en í dag heitir hann Fengsæll ÍS 83. Hér birtum við mynd eftir Tryggva Sig, af honum er hann bar nafnið Ingólfur GK 125, en það nafn bar hann á árunum 1978-1988.
824. Ingólfur GK 125 © mynd Tryggvi Sig.