Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, er nú kominn með fiskibátinn, sem var aflvana út af Reykjanesskaga, í tog. Báturinn, Grímsnes GK - 555, er 150 tonna og 33 metra stálskip. Mun hann sennilega verða dreginn til hafnar í Njarðvík.
Auk Odds V. Gíslasonar fór einnig af stað björgunarskip frá Sandgerði og harðbotna björgunarbátar. Viðbúnaður björgunarsveita á Suðurnesjum var einnig nokkur en þær voru tilbúnar til aðgerða ef skipið ræki upp í fjöru.
-Frétt þessa og myndir fengum við frá vf.is og með heimild Hilmars Braga og þökkum við honum kærlega fyrir.
Ljósmyndir frá vettvangi við Sandvík nú undir kvöld. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson