Hér birtum við myndasyrpu frá endalokum báts sem lengi bar nafnið Skúli fógeti VE 185. Við spyrjum hins vegar um hvort menn vita hvaða nafn hann var skráður með síðustu 3-4 árin. En það var þann tíma sem hann stóð upp í Daníelsslipp í Reykjavík. Saga bátsins er að hann var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi 1969 og bar meðan hann var gerður út nöfnin: Fróði ÁR 33, Hersteinn ÁR 37, Albert Ólafsson KE 39 og Skúli fógeti VE 185. En spurningin er um nafnið þar á eftir? Endalok bátsins voru þau að hann var brotinn niður í Daníelsslipp í Reykjavík eins og sést á myndunum.