03.04.2009 21:39

Biluð klukka

Af gefnu tilefni, þar sem Hafþór á 123.is/skipamyndir og Ingólfur Þorleifsson hafa undir færslu hér fyrir neðan og/eða á síðu Hafþórs, látið að því liggja að ég hafi farið fram úr mér varðandi færslur, hvað klukkuna varðar, upplýsi ég að nú í nokkra daga hefur klukkan verið biluð á síðunni, sem sést kannski best á því að þessi færsla er gerð 04.04. kl 00.41 en undir henni stendur að hún sé skrifuð mun fyrr eða 03.04 kl. 23.39.
Hef ég látið þá er sjá um 123.is vita um bilunina og gengur illa að koma henni í lag, en vonandi tekst það von bráðar. Bið ég menn að hafa þetta í huga áður en þeir fara í skó Hafþórs og Ingólfs til að rakka niður það sem gert er hér, eða gera grín af klukkunni. Sjálfsagt stafar þessi skrif þeirra félaga af einhverri afbrýðissemi, en þeir um það,og því lít ég ekki á skrif þeirra sem grín, heldur skot út í loftið.

P.s. í morgun kom fram enn ein bilunin, er færslan var flutt niður fyrir þær færslur sem voru settar inn í gærkvöldi og nú stendur að færslan hafi verið gerð 03.04. kl. 22.39, þannig að enn færist klukkan aftur um klukkustund. Með öðrum orðum tímaverkið er allt í steik og því lítið að marka það og því skulum við bara vonast til að bilunin finnist hvar svo sem hún er, en eitt veit ég að ef hún er mín megin þá þarf ég að fá aðstoð manna til að lagfæra það, því þetta er ekki mín aðgerð og því síður mín þekking.

Með bestu kveðju Emil Páll

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 692
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1051
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 617098
Samtals gestir: 26216
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 13:18:02
www.mbl.is