24.05.2009 14:16

Hólmavík

Gunnar Th. sem að undanförnu hefur verið duglegur að senda okkur myndir til birtingar var sl. fimmtudag á ferð á Hólmavík og tók þá eftirfarandi myndasyrpu, raunar innheldur syrpan 10 myndir en við birtum 5 þeirra nú og hinar síðar. Að sjálfsögðu sendum við honum bestu þakkir fyrir, en í tveimur tilfellana birtist einnig eftir hann umsögn um viðkomandi bát.


                                                7382. Bensi Egils ST 13

´  2032. Ólafur Jóhannsson ST 45 ex Sævar Guðjóns ST 45, en nýlega hefur verið skipt um nafn á bátnum og er núverandi eigandi ÓBH útgerð ehf., á Hólmavík.


                                                         5796. Kristín
Um þennan bát hefur áður verið fjallað um hér á síðunni, en hann hét upphaflega Elín KE 27, en Kristínarnafnið hefur hún borið síðan og var á tímabili í eigu Erlings Brim Ingimundarsonar, sem fjallað var um hér á síðunni fyrir nokkrum dögum og fyrirtæki hans Ísgoggar.


                                                      5123. Mori ST 113
Um þennan bát segir Gunnar Th.: Súðbyrðingur sem muna má sinn fífil fegurri. Þennan bát keypti ég fyrir tveimur árum og tók úr honum þann vélbúnað sem ekki var þá búið að stela. Fleiri myndir af Mora og vélarúrtökunni á ég til og sendi þær fljótlega.
 
                                                      6123. Rut 
Um þennan segir Gunnar Th:  "Án þess ég muni það nákvæmlega giska ég á að þetta sé fyrrum Harry HF í eigu Óla heitins Ólsen, fyrrum  vélstjóra hjá Gæslunni. Hann réri Harry frá Suðureyri á sumrum meðan ég var þar". 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 96
Flettingar í gær: 911
Gestir í gær: 264
Samtals flettingar: 622328
Samtals gestir: 27195
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 02:59:48
www.mbl.is