26.07.2009 16:06

Prince Albert KE 8


                           1764. Prince Albert KE 8 © mynd Emil Páll í júlí 2009
Nú um helgina var sjósettur í Sandgerði þessi bátur eftir að hafa staðið uppi á bryggju í Sandgerði sl. 3 ár. Fyrst var unnið í honum og sett á hann perustefni en síðan hefur ekkert verið unnið í honum fyrr en nú síðustu mánuði, að nýir aðilar komu þar að verki.
Bátur þessi var smíðaður á Skagaströnd og í Hafnarfirði. Skrokkurinn var smíðaður með smíðanr. 24 hjá Guðmundi Lárussyni á Skagastörnd á árunum 1983-1984, en innréttaður og fullkláraður hjá Bátalóni hf. með smíðanr. 471 og hleypt þar af stokkum 28. feb. 1987. Báturinn var síðan lengdur 1991.
Hann hefur borið nöfnin: Katrín GK 98, Óskasteinn GK 216, Hraunsvík GK 68, Anton GK 68 og núverandi nafn Prince Albert KE 8.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 136
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 1007
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 620347
Samtals gestir: 26608
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 05:48:52
www.mbl.is