31.08.2009 16:48

Ný Cleopatra 33 til Frakklands

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Capbreton, á Suð-vesturströnd Frakklands.  Trúlega er hér um fyrstu nýsmíði frá Íslandi til Frakklands að ræða.
Kaupandi bátsins er Mathieu André sjómaður frá Capbreton.
Báturinn hefur hlotið nafnið Le Dré.  Báturinn mælist 11brúttótonn.  Le Dré er af gerðinni Cleopatra 33.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M 350hp tengd ZF286IV-niðurfærslugír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno og Simrad.
Báturinn er útbúinn til neta og  línuveiða samtímis.
Búnaður til netaveiða er frá G.M.H. og búnaður línuveiða er frá Able. 
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.
Rými er fyrir 14stk 380lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Stólar fyrir skipstjóra og háseta eru í brú.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Skírnarathöfn undir stjórn Peters Bürchers biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi fór fram í Hafnarfjarðarhöfn fyrir sjósetningu bátsins.
Báturinn hefur þegar hafið veiðar í Biscay flóanum.


   Ný Cleopatra 33 frá Trefjum hefur verið seld til Frakklands og ber hún nafnið Le Dré © mynd Trefjar

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1149
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 568376
Samtals gestir: 21574
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 13:52:08
www.mbl.is