19.09.2009 00:15

Rán HF 342


                                1558. Rán HF 342 © mynd úr safni Emils Páls

Smíðanr. 1015 hjá Charles D. Holmes & Co Ltd í Beverley, Englandi 1969.
Nöfn: C.S. Forester H-86, Rán HF 342, Dagstjarnan KE 3, Sólbakur EA 305 og Sólbakur II EA 305 og síðan aftur Sólbakur EA 305. Úreltur 15. des. 1992 og dró Hvanneyri hann til Írlands í brotajárn. Lögðu skipin af stað frá Akureyri 4. júlí 1993 og höfðu viðkomu í Keflavík og fóru þaðan 7. júlí 1993.

Sem C.S. Forester var skipið eitt hið frægasta aflaskip Breta á tímum Landhelgisdeilunnar við Íslendinga um 200 mílurnar. Lenti skipið m.a. í skothríð við Ísl. varðskip og kom gat á togarann í þorskastríðinu. Þá sigldi það undir stjórn hins alræmda langhelgisbrjóts Taylors, sem eitt sinn strauk frá landi með íslenska lögreglumenn um borð.
Togarinn var einn fyrsti ísfisktogariinn sem Bretar byggðu til veiða á fjarlægðum miðum.

Eftir að skipið hafði verið í eigu Akureyringa ætlaði ævintýramaðurinn Sigurður Þorsteinsson að kaupa togarann og gera hann að hvalvinnsluskipi, en málin gengu ekki upp hér heima og því hvarf Sigurður frá 20 dögum síðar, en hann var kominn með áhöfn til Akureyrar að sækja skipið.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 407
Gestir í dag: 169
Flettingar í gær: 1007
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 620618
Samtals gestir: 26688
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 08:32:05
www.mbl.is