26.09.2009 13:57

Er blátt tískuliturinn?

Á undanförnum árum hefur blái liturinn náð yfirhöndinni á stórum hluta flotans. Sem dæmi þá voru í Keflavíkurhöfn þegar ég tók meðfylgjandi myndir 12 skip og voru 9 þeirra eða 75% blá að lit. Að vísu eru þarna 3 skip frá Nesfiski, en öll þeirra 10 skip bera þann lit. Þá er þarna eitt erlent skip en það er einnig að mestu blátt.


Hér sjáum við þrjá bláa og 1 grænann. Þeir bláu eru Askur GK 65, Siggi Bjarna GK 5 og Quest. Sá græni er Örn KE 14.


Hér eru fjórir bláir þ.e. Ósk KE 5, Arnþór GK 20, Benni Sæm GK 26, Njáll RE 275, Ragnar Alfreðs GK 183 og í hvarfi fyrir Benna Sæm er Happasæll KE 94. Þá er einn svartur þ.e. Seigur og í hvarfi fyrir Njáli er annar í viðarlitum sem er Lena ÍS 61 © myndir Emil Páll í sept. 2009

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 858
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 618252
Samtals gestir: 26260
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 09:14:59
www.mbl.is