962. Óskar RE 157 í Njarðvíkurhöfn nú rétt fyrir hádegi

Trollið tekið í land, en verið er að losa skipið við veiðafæri og annað svo hægt sé að ferma það fyrir gullleitina á Grænlandi © myndir Emil Páll í dag 16. okt. 2009
Nú er unnið að því að losa togarann Óskar RE 157 í Njarðvíkurhöfn við veiðarfæri og annað svo hægt sé að ferma hann með aðföngum, s.s. matvælum, vistum, sprengiefni o.fl. til að nota við gullleitina sem hafin er í Grænlandi. Nú þegar hefur 47 manna hópur starfað í nokkrar vikur í Grænlandi við gullnámur sem þar eru. Að verki þessu koma bæði íslensk og erlend fyrirtæki. Hefur Óskar RE verið tekin á leigu til að flytja aðföngin m.a. í gámum til Grænlands.