09.12.2009 08:42

Skálaberg i Múrmansk


                                            Skálaberg ©mynd  Eli Poulsen
               Færeyskum togara haldið í Múrmansk í þrjár vikur
 

Færeyska togaranum Skálabergi hefur verið haldið í Múrmansk í tæpar þrjár vikur vegna meintra ólöglegra veiða í Barentshafi en ekki er enn ljóst hvenær rússneskur dómstóll tekur málið fyrir.

Eigendur togarans segjast hafa lagt fram tryggingu að andvirði 5,3 milljóna danskra króna, sem svarar um 130 milljónum króna, en engin lausn sé í sjónmáli. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki lagt fram kröfu um sekt eða skýrt frá því hvenær dómsmálið verði tekið fyrir.

Rússneskt varðskip tók togarann til hafnar 19. nóvember vegna meintra ólöglegra veiða í Barentshafi. Eigendur togarans segja að um misskilning sé að ræða því togarinn hafi veitt upp í kvóta annars færeysks togara sem var seldur fyrr á árinu.

Í togaranum voru 32 skipverjar og útgerðin hyggst senda flesta þeirra heim til Færeyja
skipið herur verið selt til japanskra aðila og var afhending 15 des og er ljóst að af þvi verður ekki nema að lausn finnist að þessari millirikjadeilu Heimild að hluta www.mbl.is viðbót af fréttavefnum www.bluepulz.com"Skálaberg" is sold to a Japanese company operating in Argentina for DKK 200 mln and should be delivered latest on the 15th of December, so the time pressure is making the situation even more stressed for the owner.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 720
Gestir í dag: 237
Flettingar í gær: 1007
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 620931
Samtals gestir: 26756
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 15:07:18
www.mbl.is