15.12.2009 06:42

Endurbótum á Barða NK 120 lokið


                                  1976-Barði NK 120 Mynd Þorgeir Baldursson
Barði NK 120 lét úr höfn á Akureyri um miðnættið á leið austur á Neskauðstað og er áætlaður komutimi um kvöldmatarleitið Síldarvinnslan hf  ákvað síðastliðið haust, að endurnýja að fullu  vinnslulínu um borð í frystitogaranum Barða NK-120.  Gerður var samningur við Slippinn ehf. á Akureyri um hönnun, smíði og uppsetningu á nýjum fiskvinnslubúnaði um borð í Barða NK og hófst smíðin á því í september.  Allur eldri búnaður var rifinn úr skipinu í heimahöfn skipsins í Neskaupstað. Fyrirkomulag á vinnsludekki er hannað af Slippnum ehf. þar sem öllum búnaði er komið fyrir á mjög hagkvæman hátt þar sem tekið er tillit til m.a. óska áhafnar um betri vinnuaðstöðu og gott flæði hráefnis frá fiskimóttöku að frystilest skipsins.  Slippurinn ehf. hafði einnig umsjón með öllum undirverktökum og innkaupum.
Barði  NK-120 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1989 og hefur í gegnum tíðina reynst vel.  Mikill og góður efniviður er í skipinu og því var ákveðið að ráðast í þessar miklu endurbætur.  Síldarvinnslan hf  hefur ávallt lagt mikla áherslu á að styrkja íslenskan iðnað og á það sérstaklega við á þessum tímum, því var sú stefna tekin strax frá byrjun að sem mest af búnaði skyldi vera íslenskur. Slippurinn ehf. hefur mikla reynslu af hönnun og smíði á vinnslulínum um borð í togurum og var því ákveðið að ganga til samninga við þá um verkið í heild sinni en fjöldi verktaka og  annarra aðila kom að þessu verki og þar má helsta nefna:

  • Vinnslubúnaður.            Slippurinn ehf, Akureyri
  • Fiskvinnsluvélar.            Vélfag ehf, Ólafsfirði
  • Rafmagn og stýringar.    Rafeyri ehf, Akureyri
  • Flokkari og vogir.           Marel ehf, Garðabæ
  • Frystitæki.                    Frost ehf, Akureyri
  • Vinnslubúnaður.            Klaki ehf, Kópavogi                      

Við breytingarnar eykst afkastagetan á hinu nýja vinnsludekki  til muna og er gert ráð fyrir að frystigetan verði allt að 50 tonn á sólarhring.  Fiskvinnsluvélar eru hannaðar og smíðaðar hjá fyrirtækinu  Vélfag ehf. á Ólafsfirði og eru þær að ýmsu leyti frábrugðnar  vélum annarra framleiðenda. Vélarnar eru nær eingöngu smíðaðar úr ryðfríu stáli og plasti á meðan erlendir framleiðendur, sem hingað til hafa verið allsráðandi á íslenskum markaði notast mikið við ál og álblöndur sem vilja tærast við notkun um borð í skipum.  Reynslutölur sýna að íslensku vélarnar skila betri nýtingu eða allt að 2%.

Það sem vekur hvað helst athygli við þetta nýja vinnsludekk er að öll hönnun,  smíði  og uppsetning  búnaðar er nær eingöngu unnin  af Íslendingum á Íslandi. Mikill  fjöldi fólks kemur að svona verkefni sem sameinar íslenskan hátækniiðnað, hugvit og verkkunnáttu.  Verkefnið hefur skapað u.þ.b. 40  störf á verktímanum, en smíði og uppsetning hefur tekið rúmlega 3 mánuði.

Heildar kostnaður við verkið er u.þ.b. kr. 200 milljónir og það er mjög ánægulegt að sjá það fé alfarið renna til íslensks iðnaðar og er Síldarvinnslan hf. mjög stolt af því.

Barði NK-120 heldur væntanlega til veiða í stuttan reynslutúr þar sem búnaðurinn verður prófaður.

Síldarvinnslan hf  vill þakka starfsmönnum Slippsins ehf. og öllum þeim fjölmörgu sem hafa komið að verkinu og lagst á eitt um að láta tímarammann standast.  Sýnir þetta verk vel þau margfeldisáhrif sem  sjávarútvegur á íslandi hefur á íslenskan iðnað. 

Gunnþór Ingvason
Framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar hf

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 720
Gestir í dag: 237
Flettingar í gær: 1007
Gestir í gær: 202
Samtals flettingar: 620931
Samtals gestir: 26756
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 15:07:18
www.mbl.is