
Huginn VE 55 ©Mynd Halldór Sveinbjörnsson bb.is
500 tonn af gulldeplu í fiskeldisfóður500 tonnum af gulldeplu var landað úr Huginn VE á Ísafirði um helgina. Gulldeplan er ætluð sem fóður í fiskeldi Álfsfells og Hraðfrystihússins Gunnvarar. Er þetta í fyrsta sinn sem landað er frosinni gulldeplu í eldi á Íslandi. Gulldepla er afar smár fiskur af laxsíldarætt. Íslensk skip hófu tilraunaveiðar á norrænni gulldeplu í byrjun árs. Lítið er vitað um gulldeplu hér við land en fiskurinn er svokallaður miðsjávarfiskur, sem heldur sig á 100 til 200 metra dýpi á nóttunni en 200 til 500 metra dýpi á daginn. Ekki er vitað til þess að veiðar hafi verið reyndar áður á gulldeplu. Heimild
www.bb.is