12.01.2010 18:14

Sjómannabikarinn 2010


         Vilhelm Hafþórsson verðlaunahafi ©mynd þorgeir Baldursson 2010

                                  Vilhelm setur metið ©mynd þorgeir Baldursson 2010

Vilhelm Hafþórsson úr Óðni vann besta afrekið á árlegu Nýárssundmóti Íþróttasambands fatlaðra sem haldið var í Laugardalslauginni í Reykjavík siðastliðin, sunnudag. Hlaut hann að launum svonefndan sjómannabikar. Óðinn átti tæplega 20 keppendur á mótinu.

Nýársmót fatlaðra er fyrir börn og unglinga 17 ára og yngri og er viðburður sem gleymist seint þeim er upplifa hann. Þarna eru saman komnir bæði reyndir sundmenn og byrjendur, sem er leyft að synda með hjálpartæki og þjálfara sinn við hlið sér. Allir fá þátttökuverðlaun, aðeins er keppt um stigahæsta sund og þá veittur áðurnefndur sjómannabikar, fyrir besta afrekið á mótinu sem reiknað er út frá heimsmeti í fötlunarflokki viðkomandi. Bikarinn fékk Vilhelm fyrir 50m. skriðsundi er hann synti á tímanum 28,28 sek. og hlaut 657 stig. Sannarlega glæsilegur árangur enda afar eftirsótt að vinna sjómannabikarinn.

Að venju stóð Óðins-hópurinn sig mjög vel og vakti verðskuldaða athygli. Krakkarnir voru almennt að bæta tímana sína og gaman var að fylgjast með árangrinum sem æfingarnar höfðu skilað



Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is