25.09.2010 01:39

siðutogarjaxlar Akureyri 2010


                                Ragnar og Jónas báru krans © mynd þorgeir Baldursson 2010

                     Ragnar ,Jónas og séra Gunnlaugur Garðarsson mynd þorgeir Baldursson

                        Um 200 manns samankominn © mynd þorgeir Baldursson

                            Sæmi Páls aðalsprautan i samkomunni © mynd þorgeir Baldursson

                 Björgvin Sigurjóns gaf björgvinsbelti Steini Pé tók á móti ©Mynd þorgeir Baldursson

                           Kjartan Ásmunds og Sæmi Páls © mynd þorgeir Baldursson 2010

SJÓMENNSKAN

 

myndat.

Ragnar Franzson og Jónas Þorsteinsson í hátíðarathöfn í Glerárkirkju. Þeir lögðu blómsveig að minnisvarða um drukknaða sjómenn.

 

Sæmundur Pálsson í hátíðarmálsverði togarajaxlanna í matsal Brims.

 

Eins og sjá má var fjölmennt á hátíðinni og margir að hittast í fyrsta sinn frá síðutogaraárunum. Myndir: Þorgeir Baldursson

 

Gamlir síðutogarasjómenn hittust á Akureyri í sumar:

Orðlaus yfir þátttökunni og hvernig til tókst

- segir Sæmundur Pálsson, sem skipulagði viðburðinn - ráðgert að endurtaka leikinn að ári

"Ég er eiginlega bara orðlaus enn. Þetta tókst framar öllum vonum," segir Sæmundur Pálsson, togarasjómaður til fjölda ára, sem hafði veg og vanda af því að koma á fót hátíð í sumar fyrir þá sjómenn sem á sínum tíma voru á íslensku síðutogurunum. Í stuttu máli sagt var sem eldur færi um sinu því áhugi á hátíðinni var strax mikill þegar hugmyndin var fyrst kynnt í fyrravetur. Hátíðin var haldin á Akureyri fyrstu dagana í júlí og tóku um rúmlega 200 manns þátt í henni. Og nú er áformað að endurtaka leikinn að ári.

"Þetta hefði mig aldrei dreymt um fyrirfram. Þarna voru að hittast heilu áhafnirnar í fyrsta skipti frá síðutogaraárunum og þú getur rétt ímyndað þér hvernig sú upplifun var fyrir marga. Menn höfðu margt að spjalla og rifja upp frá gamalli tíð," segir Sæmundur.

Dagskrá hátíðarinnar stóð í einn dag, laugardaginn 3. júlí. Hún hófst með hátíðarguðsþjónustu í Glerárkirkju og að henni lokinni var blómsveigur lagður að minnisvarða um drukknaða sjómenn sem er við kirkjuna. Að því loknu var hátíðarmálsverður í matsal Brims á Akureyri, gamla ÚA salnum sem margir þekkja, og síðan ýmislegt til gamans gert, þar á meðal farið í siglingu á Húna II, stærsta eikarbát sem enn er í flota Íslendinga. Fór vel á því, enda Þorsteinn Pétursson, einn aðal baráttumaðurinn fyrir varðveislu Húna meðal þeirra sem áttu stóran þátt í að hátíð gömlu togarajaxlanna varð að veruleika.

"Hugmyndin var í upphafi sú að samkoman yrði um borð í Húna og að við færum í siglingu, grilluðum saman um borð og rifjuðum upp gamla tíma. En svo vatt þetta heldur betur upp á sig í fjölda en það voru allir boðnir og búnir að hjálpa til með húsnæði og annað fyrir samkomuna. Þannig að allt tókst þetta framar vonum," segir Sæmundur en þátttakendur komu víð að, sumir erlendis frá. Sæmundur segir nú þegar umtalsverðan þrýsting á að endurtaka leikinn.

"Ég veit um marga gamla sjómenn sem áttu ekki heimangengt sem vilja ólmir að þessi hátíð verði endurtekin. Það eru margir sem ekki komu sem hringja alveg klökkir í mig núna til að spyrja hvort þetta verði ekki á næsta ári. Það er alls ekki útilokað í ljósi þess hvernig okkur gekk í sumar að endurtaka leikinn á næsta sumri," segir Sæmundur Pálsson.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1113
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 557
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 568340
Samtals gestir: 21574
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 13:30:43
www.mbl.is