22.10.2010 09:26

Vikingur AK 100 Fimmtugur


                                 Vikingur AK 100 © Mynd þorgeir Baldursson 2010

I gær voru 50 ár frá því tog- og nótaskipið Víkingur AK kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akranesi.

Í tilefni tímamótanna var öllum fyrrverandi skipverjum og öðrum velunnurum skipsins boðið í kaffisamsæti í matsal HB Granda á Akranesi og hófst hátíðin með því að starfsmenn Landhelgisgæslunnar settu púðurhleðslu í gamla fallbyssu og skutu síðan fagnaðarskotum.

Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness lét smíða Víking hjá AG Weber Werk í Bremerhaven í Þýskalandi. Skipið var 950 brúttólestir með 2.400 hestafla vél og ganghraðinn var 16-17 sjómílur á klukkustund, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi tímamót í Morgunblaðinu í dag.

Frá byrjun hefur Víkingur verið aflahæsta skipið í sínum flokki eða í hópi þeirra aflahæstu. Heildaraflinn er um 932.000 tonn og þar af tæplega 46.000 tonn af bolfiski. Undanfarin ár hefur skipið lengst af legið í höfn á Akranesi en verið notað til loðnuveiða frá 2005 og landaði síðast loðnu á Akranesi 28. febrúar fyrr á þessu ári.Skipstjóri á Viking er Magnús Þorvaldsson

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is