28.12.2011 17:39

Veiðar úr Norsk islenska sildar og úthafskarfa

Vilhelm og Ásgrimur © mynd Börkur Kjartansson

Heildarafli úr norsk-íslenska síldarstofninum 120 þúsund tonn

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerðir um veiðar á norsk-íslenskri síld og úthafskarfa í samræmi við samninga innan Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) sem samþykktir voru fyrr á árinu.  Leyfilegur heildarafli íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum nema samtals 120.868 lestum þar af koma 118.248 til úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar.

Reglugerðin tekur til veiða í lögsögu Íslands, Færeyja, Noregs, Jan Mayen, á alþjóðlegu hafsvæði milli Íslands og Noregs og í lögsögu Svalbarða. Sérstakar reglur gilda um veiðar á einstökum svæðum og veiðar í norskri lögsögu mega að hámarki nema um 22 þúsundum tonnum á árinu.

Heildarafli íslenskra skipa í úthafskarfa nemur samkvæmt samningum 9.926 tonnum en þar frá dragast 1,33% á grundvelli 3. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006.

 


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 569546
Samtals gestir: 21586
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 00:15:44
www.mbl.is