09.01.2012 14:18

Ný þyrla til Landhelgisgæslunnar

             Nýja þyrlan af vef mbl.is

Ákveðið hefur verið að taka tilboði Knut Axel Ugland Holding AS um leigu á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNA. Leiguþyrlan mun leysa af TF-LIF sem flýgur til Noregs 14. janúar nk. þar sem hún mun í fyrsta sinn fara í gegnum umfangsmikla G-skoðun. Áætlað er að skoðuninni ljúki 23. mars. 

Verður leiguþyrlan afhent Landhelgisgæslunni um mánaðarmótin janúar-febrúar. Til að þyrlan uppfylli öll skilyrði útboðsgagna til björgunarþyrlu þarf að gera á henni smávægilegar breytingar sem verða framkvæmdar annaðhvort í Noregi eða á Íslandi.

Starfsmenn á vegum LHG hafa verið í Noregi undarfarna daga þar sem unnið er að lokafrágangi fyrir samningsgerð ásamt því að undirbúa skráningarferli hjá íslenskum flugmálayfirvöldum sem getur tekið nokkurn tíma en vonast er til að þyrlan verði tilbúin til notkunar um eða uppúr miðjan febrúar.

Opnun tilboða vegna tímabundinnar leigu á þyrlu til Landhelgisgæslunnar fór fram þann 19. desember hjá Ríkiskaupum.  Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Knut Axel Ugland Holding AS og frávikstilboð um leigu á Dauphin AS365N - TF-HDU sem er í eigu Norðurflugs ehf. Í útboðsgögnum var gerð krafa um þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma og er tilboðið frá Norðurflugi frávik þar sem þyrlan sem þeir buðu fram er af gerðinni Dauphin.  

TF-LIF Aerospatiale Super Puma AS-332 L1 getur tekið fimm í áhöfn og allt að tuttugu farþega, flugþol hennar eru fimm klukkustundir og hámarkshraði er 270 km/klst. Hámarks flugdrægni er 625 sjómílur. TF-GNA, einnig Aerospatiale Super Puma AS-332 L1 er systurþyrla, TF-LIF og getur tekið fimm manna áhöfn og svipaðan fjölda farþega, flugþol hennar er 4:45 klukkustundir og hámarkshraði 270 km/-  klst. Hámarks flugdrægni er 570 sjómílur. Þyrla Knut Axel Ugland Holding AS er sambærileg í getu og núverandi þyrlur Landhelgisgæslunnar.af vef mbl.is


Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 85
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1051
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 616491
Samtals gestir: 26192
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 00:47:25
www.mbl.is