18.03.2013 15:27

Beitir NK 123 á landleið

          Beitir NK 123 á landleið við Papey i siðustu viku © mynd Þorgeir Baldursson 2013
Hálfdán Hálfdánarson skipstjóri á Beiti segir að torfurnar sem loðnuflotinn veiðir nú úr út af Breiðafirði séu "sterkustu torfur vertíðarinnar".  Fram til þessa hefur loðnan verið tiltölulega dreifð en þegar Beitir var á miðunum í fyrradag voru torfurnar úr vesturgöngunni bæði stórar og þéttar.

Þegar rætt var við Hálfdán var Beitir á siglingu til heimahafnar í Neskaupstað með fullfermi, 2.100 tonn.

Hálfdán segist reikna með að Beitir eigi einungis einn túr eftir að lokinni yfirstandandi veiðiferð og það sé sérkennilegt að ljúka vertíðinni í mokveiði en svona gerist gjarnan þegar vesturgöngurnar koma undir vertíðarlok.meira um þetta á www.svn.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 964
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 824
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 603783
Samtals gestir: 25432
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 09:30:22
www.mbl.is