Eros OG Erika sigla i Norðfjörðinn © Mynd Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013
Glæsilegt skip Eros ásamt Eriku © Mynd Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013
Eros skömmu fyrir komuna til hafnar© Mynd Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013
Kominn að bryggju við bræðsluna © Mynd Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir 2013
Þann 25 þessa mánaðar kom þetta skiptil hafnar á Neskaupstað
Í blíðviðrinu í gær, um kl. 16, sigldi hið nýja skip East Greenland Codfish AS inn Norðfjörð og lagðist síðan að bryggju. Eins og fram hefur komið hefur skipið fengið nafnið Polar Amaroq (Heimskauta-Úlfur). Eldra skip hins grænlenska félags, Erika, hafði siglt til móts við nýja skipið og fylgdi því síðan inn Norðfjörðinn.
Geir Zoëga skipstjóri á Polar Amaroq segir að siglingin frá Noregi til Norðfjarðar hafi gengið vel og honum og áhöfninni lítist svo sannarlega vel á skipið. "Við hlökkum til að takast á við krefjandi verkefni á þessu nýja og glæsilega skipi. Um leið kveðjum við Eriku með hlýjum hug en hún mun nú halda á vit nýrra ævintýra við strendur Afríku".
Geir var fastráðinn skipstjóri á Eriku síðustu fjögur árin en hann segir að kaupin á nýja skipinu sé einhver besta afmælisgjöf sem hann hefur fengið um ævina, en Geir verður þrítugur á næstunni.