11.05.2013 23:04

Eikarskipin Húni II og Knörrinn, 50 ára, sigla umhverfis Ísland

                              Húnasöngurinn © mynd þorgeir Baldursson 2013

            Dansinn dunar um borð i Húna 11 i dag © mynd þorgeir Baldursson 2013

                 Ættingjar  Kvöddu sina nánustu © mynd þorgeir Baldursson 2013   

                      Alsælir með gang mála © mynd þorgeir Baldursson 2013

                          Áhöfnin á Húna 11 i dag © mynd þorgeir Baldursson 2013

       Skipstjórinn Ellert Guðjónsson i brúarglugganum © mynd þorgeir Baldursson 2013

             Viðir Benidiktsson sleppir springnum © mynd þorgeir Baldursson 2013

                                 Lagt ihann © Mynd þorgeir Baldursson 2013

                    Á Eyjafirði um kl 13 i dag © mynd þorgeir Baldursson 2013
Áhöfn Húna eru Ellert Guðjónsson skipstjóri, Gylfi Baldvinsson Stýrimaður,
 Valur Hólm Sigurjónsson Vélstjóri, Ágúst Einarsson Vélstjóri,Stefán Guðmundsson ,
Sigtryggur Gislasson, Davið Hauksson,Ingi Pétursson,Gunnar Árnasson ,Lárus List,Steini Pje
Gylfi Guðmarsson,Árni Björn Árnasson,Fjóla Stefánsdóttir ,Auður Helena,Margret Jónsdóttir,
Dagrún Mattiasdóttir nokkrir farþegar fara hluta leiðarinnar þau eru Kristján Stefánsson 
Hallur Heimisson og Jói Patró .Vaktirnar eru 
3 A-frá 08-12og 20-24 
   B-vakt 16-20 og 04-08
   C vakt frá 12-16 og 24-04
Nú eru fimmtíu ár frá því að happafleytunum Knerrinum og Húna II var hleypt af stokkunum á Akureyri, báðir eru þeir hannaðir af annáluðum skipasmíðameistara, Tryggva Gunnarssyni. Að tilefni hálfrar aldar afmælisins leggja Norðursigling og Hollvinir Húna í hringsiglingu um landið á skipunum tveimur.
Ferðinni er ætlað að vekja athygli á strandmenningu og mikilvægi slíkra skipa í sögu íslendinga og þeirri arfleifð sem í þeim býr.
Bæði eru skipin smíðuð úr bestu eik og hönnuð til að standast válynd veður og sjólag við Íslandsstrendur. Knörrinn er 15,15 metra, 19,27 lesta stokkbyrt þilfarsskip og Húni II er 27,48 metra, 117,98 lesta stokkbyrt þilfarsskip.  Þrátt fyrir umtalsverðan stærðarmun, má glögglega sjá skyldleikann í skrokklaginu og styrkleikann í yfirbragðinu.
Sigling Húna II og Knarrarins hefst í dag, Húni II leggur upp frá Akureyri og skipin sameinast á Húsavík þar sem hin sameiginlega sigling hefst þegar lagt verður úr Húsavíkurhöfn um kl. 22 í kvöld.
Ferðaáætlunin er eftirfarandi:

11.maí Húsavík 20:00-22:00
12.maí Vopnafjörður 20:00-22:00
13.maí Neskaupstaður 10:00-12:00
13.maí Eskifjörður 17:00- 19:00
14.maí Breiðdalsvík 17:00-19:00
15.maí Höfn í Hornafirði 20:00-22:00
16.maí Vestmannaeyjar 20:00-22:00
17.-18.maí Reykjavík, Bátahátíð við Víkina, Sjóminjasafn. Boðið í siglingu kl. 10:00. Skipin til sýnis 13:00-17:00
 19.maí Bíldudalur 20:00-22:00
20.maí Þingeyri 09:00-11:00
20.maí Ísafjörður 20:00-22:00
21.maí Skagaströnd 20:00-22:00 22.maí
Siglufjörður 15:00-17:00
22.maí Akureyri, ferðalok um miðnættið

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 631
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1385
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 604835
Samtals gestir: 25454
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 04:09:57
www.mbl.is