12.01.2014 23:56

Loðnuskip á landleið

            Börkur Nk 122 Með fyrstu loðnuna til Neskaupsstaðar 2014

Núna um miðnættið er Börkur Nk 122 að koma inn til Neskaupstaðar 

með um 1050 tonn af loðnu sem að  veiddust úti fyrir norðurlandi 

einnig eru jóna Eðvalds SF 200  og Lundey Ns 14 á landleið

og  nú mun vera farið að blása á miðunum og er spáin ekki góð fram i vikuna

 Aflinn var 1050 tonn og fékkst hann í 5 holum. Sturla Þórðarson skipstjóri sagði í samtali við heimasíðuna

að í upphafi veiðiferðar hefði verið togað austan við Kolbeinseyjarhrygginn en í lokin norður af Langanesi.

Veðrið var hundleiðinlegt allan tímann og reyndar ekki alltaf hægt að vera við veiðar

. „Það sést nú ekki mikil loðna á þessum slóðum“, sagði Sturla,

“en þarna eru þó blettir sem geta gefið þokkalegan afla.

Það er enginn kraftur í veiðunum en loðnan sem fæst virðist vera ágæt.“

 

Polar Amaroq er á landleið með góðan loðnuafla og mun landa í fiskiðjuver Síldarvinnslunnar þegar löndun úr Berki er lokið.

Heimild www.svn.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 837
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 1587
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 915262
Samtals gestir: 46151
Tölur uppfærðar: 16.10.2024 10:30:23
www.mbl.is