21.01.2014 08:48

Bræla á loðnumiðunum og litið að sjá

          Bræla Á loðnumiðunum og litið að sjá ©mynd þorgeir 

Lítil loðnuveiði hefur verið síðustu daga og að sögn Arnþórs Hjörleifssonar, skipstjóra á Lundey NS, hefur tíðarfarið verið slæmt. Lundey var djúpt austur af Vopnafirði er rætt var við Arnþór á vef HB Granda í gær en skipið fór til veiða sl. föstudag.

,,Það er ekkert veiðiveður núna, skítabræla og við gerum ekki annað en að halda sjó. Vindurinn hefur reyndar heldur gengið niður en það er mikil kvika. Hugsanlega væri hægt að trolla en það hefur lítið upp á sig á meðan ekkert verður vart við loðnu,“ sagði Arnþór.

Að sögn Arnþórs var Lundey á svæðinu norður af Langanesi í fyrradag og þar varð aðeins vart við loðnu. Hún var hins vegar smá og hentaði ekki til vinnslu.

,,Við erum komnir með um 230 tonna afla og ég geri ráð fyrir því að fara til hafnar í Vopnafirði í fyrramálið (þ.e. nú í morgun). Hvað við tekur eftir það veit ég ekki en það eru margir farnir í land og búnir að binda. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við loðnuleit úti fyrir Norðurlandi að undanförnu og ætti að vera komið austur að Langanesi á morgun. Mér skilst að lítið hafi orðið vart við loðnu í leiðangrinum fram að þessu,“ sagði Arnþór en hann er nú með Lundey í öðrum loðnutúr ársins. Aflinn í þeim fyrri var um 850 tonn. Ingunn AK er nú að leita að loðnu á svipuðum slóðum og Lundey er á en Faxi RE er í höfn á Vopnafirði.

Heimild Fiskifréttir 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2094
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 599612
Samtals gestir: 25053
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 11:55:50
www.mbl.is