29.07.2014 15:24

Smiða Rækjuskip fyrir 6,2 milljarða

 

 

Grænlenska útgerðin Sikuaq Trawl A/S hefur gengið frá samningi um smíði á nýjum frystitogara, sem mun stunda veiðar á rækju og makríl. Skipið er hannað af norska fyrirtækinu Skipsteknisk og er það fimmta nýsmíðin sem Skipsteknisk hefur hannað fyrir eigendur útgerðarinnar, Christensen fjölskylduna.
Christensen fjölskyldan á útgerðirnar Niisa Trawl, sem er úthafsrækjutogarinn Regina C, og útgerðina Sikuaq Trawl, sem er rækjutogarinn Steffen C, en hann er gamli gamli Pétur Jónsson rækjutogari frá Íslandi og er nýttur í strandveiðum á rækju í dag. Þeir fengu líka 3.000 tonn makrílkvóta til að veiða á Steffen C og 3.000 tonn sem þeir geta fiskað með leiguskipi. Nýi togarinn á að vera fjölveiðiskip og gamla verður skipt út fyrir nýja. Kaupverð er rúmlega 300 milljónir danskar, sem svarar til ríflega 6,2 milljarða íslenskra króna.
Hinn nýi Steffen C verður smíðaður í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og verður með mikinn togkraft og frystigetu. Afhenda á skipið 31. maí 2016. Skipið verður 80,7 metra langt og 17 metrar að breidd og er sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Íbúðir eru fyrir 32. Það er búið til veiða með botn- og flottroll og getur dregið tvö botntroll í einu. Togvindur verða rafknúnar.
Á vinnsludekki verður búnaður fyrir heilfrystingu á fiski og rækju. Þar verða flokkarar, sjóðarar, lausfrysting, plötufrystar, pökkunarlína, flutningsbönd og lyftur.
Vélin verður 7.000 kílówött.

Heimild Kvótinn.is

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2521
Gestir í dag: 135
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 600039
Samtals gestir: 25056
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 14:54:47
www.mbl.is