Sverrir Bergsson Eigandi Bátasmiðjunnar©Þorgeir
Það virðist ekki vera eldur í húsinu en það er enn mikill reykur,“ segir Magnús Bergsson,
eigandi húsnæðisins á Goðanesi 12 á Akureyri þar sem eldur braust út fyrr í kvöld.
Í húsnæðinu, sem er um 2.000 fermetrar að stærð, er bátasmiðjan Seigur með starfsemi sína.
Þar inni eru að minnsta kosti fimm bátar sem verið er að gera við og tveir eru í smíðum.
Áður hét bátasmiðjan Seigla en heitir nú Seigur eftir að fyrirtækið Seigla fór í þrot fyrir nokkrum árum.
Magnús segir of snemmt að segja til um mögulegt tjón þar sem slökkviliðið væri enn að störfum.
Hann vissi ekkert hvernig staðan var í húsnæðinu.
Bátasmiðjan hefur nýlega lokið við að smiða 2 báta Annar var afhentur fyrir nokkum dögum
og Heitir Oddur á Nesi Si 75
|
Oddur Á Nesi Si 75 Mynd þorgeir Baldursson 2017 |
og hinn hefði klárast i næstu viku og heitir Óli Á Stað Gk 99
|
Óli Á Stað GK 99 Mynd þorgeir Baldursson 2017 |
|