13.03.2017 13:04

Samningur um Hafnsögubát

Nýverið var undirritaður samningur um smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti fyrir Hafnasamlag Norðurlands en báturinn verður staðsettur á Akureyri.

Lengi hefur verið brýn þörf á nýjum og öflugri dráttarbáti en þeim tveimur sem Hafnasamlag Norðurlands hefur yfir að ráða. Hinn væntanlegi dráttarbátur verður 22 m langur, 9 m breiður og mun hafa 41. tonna togkraft samanborið við 11,2 tonna togkraft sem stærri dráttarbátur Hafnasamlagsins, Sleipnir, býr yfir.

Skemmtiferðaskipum sem hafa viðkomu á Akureyri og í öðrum höfnum á Norðurlandi hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og jafnframt hafa skipin stækkað umtalsvert frá því sem áður var. Einnig koma stór olíuskip reglulega til Akureyrar. Að öllu samanlögðu kalla fleiri og stærri skip á að til staðar sé mun öflugri dráttarbátur en Hafnasamlag Norðurlands ræður yfir í dag.

Einnig mun hinn nýi dráttarbátur verða mikilvægt öryggistæki fyrir skip og báta við Norðurland, að því ógleymdu að hann mun jafnframt þjóna stórskipahöfninni á Bakka á Húsavík og er samvinna milli hafnanna nú þegar hafin.

Nýr dráttarbátur fyrir Hafnasamlag Norðurlands hefur verið inni á Samgönguáætlun 2016-2018. Smíði hans er styrkt af hluta af Hafnabótasjóði. Í ljósi þess að á fjárlögum fyrir árið 2016 var samþykkt fjárveiting til smíðinnar var það sameiginleg niðurstaða Hafnasamlags Norðurlands og Vegagerðinnar að fela Ríkiskaupum útboð á smíðinni á Evrópska efnhagssvæðinu. Ríkiskaup vann útboðsgögn og auglýsti smíði bátsins í sumarbyrjun 2016.

Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið NAVIS ehf. annaðist hins vegar þarfalýsingu smíðinnar. Átta tilboð bárust í smíðina og voru þau opnuð í nóvember sl. Hagstæðasta tilboðið átti spænska skipasmíðastöðin Armon í Navia á Spáni upp á 3,8 miljónir evra. (um 430 millj. ísl. króna á núverandi gengi). Gert er ráð fyrir að smíðin taki fjórtán mánuði og því má ætla að dráttarbáturinn komi til Akureyrar í sumarbyrjun 2018.

Smíðasamningarnir voru undirritaðir á veitingastaðnum 1862, í Menningarhúsinu Hofi 9. mars sl. 

 

           Frá Undirritun Samningsins i Hofi mynd þorgeir Baldursson 2017

                   Svona litur hann út Mynd þorgeir Baldursson 2017

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1237
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 2311
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 570775
Samtals gestir: 21606
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 11:16:26
www.mbl.is