26.05.2017 23:06Færnafnið Björg eins og manmma
Nýr ísfiskstogari Samherja verður sjósettur á morgun laugardaginn 26.maí í Tyrklandi.
Skipið mun fá nafnið Björg EA 10, heimahöfn þess verður á Akureyri og verður skipið afhent á haustdögum. Skipið fær nafn sitt frá móður Þorsteins Más Baldvinssonar, Björgu Finnbogadóttur. Fjögur systurskip hafa verið í smíðum hjá Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Um er að ræða ísfisktogara með nokkuð nýstárlegu útliti. Kaldbakur EA 1 kom til heimahafnar á Akureyri í mars, en Kaldbakur bætist við flota Útgerðarfélags Akureyrar. Björgúlfur EA 312, nýtt skip Samherja, er að sigla heim frá Tyrklandi og er nú staddur vestur af Portúgal en hann mun skila sér til heimahafnar á Dalvík undir vikulokin. Drangey SK2 er nýtt skip Fisk Seafood á Sauðárkróki, skipið er væntanlegt heim í lok sumars og kemur hann til með að leysa af hólmi Klakk SK5. Síðasta skipið af þessum fjórum systurskipum verður sjósett á morgun laugardaginn 26.maí. Skipið fær nafnið Björg með skráningar númerið EA 10 og verður heimahöfnin á Akureyri. Skipið verður afhent á haustdögum. Skipið fær nafn móður Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, Bjargar Finnbogadóttur. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segist sérstaklega spenntur fyrir því að hefja rekstur á þessum nýju skipum, enda hafi endurnýjun á flotanum verið orðin löngu tímabær.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1971 Gestir í dag: 21 Flettingar í gær: 2617 Gestir í gær: 121 Samtals flettingar: 1327453 Samtals gestir: 56632 Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:46:28 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is