12.06.2019 22:56

Akurey AK 10 mokfiskar

Ísfisktogarinn Akurey AK kom í gærmorgun til Reykjavíkur með fullfermi, eða 190 tonn, eftir skamman tíma á veiðum. Magnús Kristjánsson, sem var skipstjóri í veiðiferðinni, segir að mokveiði hafi verið allan tímann.

,,Við byrjuðum á að fara á Fjöllin í leit að gullkarfa. Þar var mokveiði af karfa en ufsa urðum við ekki varir við,“ segir Magnús en frá Fjallasvæðinu var haldið norður á Vestfjarðamið.

,,Við sigldum yfir Víkurálinn en þar var þá mokveiði á ufsa. Okkur var fyrirlagt að veiða þorsk og hugmyndin var sú að fara í kantinn út af Patreksfirði og vinna sig síðan eftir kantinum norður á Halann. Til að gera langa sögu stutta þá komumst við aldrei langt norður fyrir Patreksfjörð,“ segir Magnús. 

,,Það var mokveiði af fallegum þorski allan tímann og meðalvigtin hjá okkur var um fjögur kíló. Það tók okkur innan við 30 tíma á veiðum að ná þeim þorski sem vantaði upp á fullfermi,“ segir Magnús Kristjánsson.

 

  2890 Akurey Ak 10 á togi á Selvogsbanka i April mynd þorgeir Baldursson 2019

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 459
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 532
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 619663
Samtals gestir: 26332
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 09:01:00
www.mbl.is