06.12.2019 21:45

Svartolia Bönnuð i isl landhelgi 2020

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, hef­ur skrifað und­ir reglu­gerð um hert­ar kröf­ur varðandi eldsneyti í ís­lenskri land­helgi, sem í raun bann­ar notk­un svartol­íu inn­an henn­ar. Bannið er meðal ann­ars liður í að fram­fylgja aðgerðaáætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar í lofts­lags­mál­um, sem og stjórn­arsátt­mála.

Frá þessu er greint á vef um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins.

Þar seg­ir að svartol­ía, sem meðal ann­ars er notuð í skipa­sigl­ing­um, mengi meira en annað eldsneyti. Þegar hún brenni losni mikið af sóti út í and­rúms­loftið.

„Með þeim breyt­ing­um sem ég hef nú skrifað und­ir verður Ísland með ein­ar ströngustu kröf­ur í heimi hvað varðar svartol­íu,“ er haft eft­ir Guðmundi Inga.

„Sam­bæri­leg­ar kröf­ur munu gilda um brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti í ís­lenskri land­helgi og nú gilda á svo­kölluðum ECA-svæðum í Eystra­salti og Norður­sjó þar sem kröf­urn­ar eru strangast­ar. Þar er um ákveðin svæði að ræða en hér á landi lát­um við regl­urn­ar ná til allr­ar land­helg­inn­ar.“

Um er að ræða breyt­ingu á reglu­gerð nr. 124/?2015 um brenni­steins­inni­hald í til­teknu fljót­andi eldsneyti. Auk til­ætlaðs ávinn­ings fyr­ir lofts­lagið er breyt­ing­unni ætlað að stuðla að betri loft­gæðum við strend­ur Íslands og hvetja til notk­un­ar á lofts­lagsvænni orku­gjöf­um á skip­um.

Með breyt­ing­un­um verður leyfi­legt brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti á Íslandi ein­ung­is 0,1% inn­an land­helg­inn­ar og á inn­sævi, það er einnig í fjörðum og fló­um. Leyfi­legt inni­hald er í dag 3,5%.

Breyt­ing­arn­ar taka gildi 1. janú­ar n.k. og sama dag taka þær breyt­ing­ar gildi að inn­an meng­un­ar­lög­sög­unn­ar en utan land­helg­inn­ar mun leyfi­legt brenni­steins­inni­hald í skipa­eldsneyti lækka niður í 0,5%. Það er í sam­ræmi við alþjóðleg­ar skuld­bind­ing­ar Íslands sam­kvæmt viðauka VI í MARPOL-samn­ingn­um sem Ísland full­gilti í fe­brú­ar 2018.?????

   

       Skemmtiferðaskip á Pollinum á Akureyri 2019 mynd þorgeir Baldursson

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 377
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 532
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 619581
Samtals gestir: 26327
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 05:36:47
www.mbl.is