eldur varð laus í rússneska togaranum Enima Astralis þar sem hann var á veiðum í Barentshafi á þriðjudagsmorgun.
Greint var frá þessu í færeyska netmiðlinum Fishfacts sem birtir myndskeið frá brunanum á lokaðri heimasíðu sinni.
Myndskeiðið, sem var tekið af skipstjóra skipsins sem fyrst kom á vettvang, má einnig skoða á vefsíðu Fiskeribladet. no.
Skipið var smíðað í Myklabust Mek skipasmíðastöðinni í Noregi árið 2002 og hét fyrst Ytterstad.
Árið 2006 keypti Eskja á Eskifirði skipið og hét það þá Aðalsteinn Jónsson.
Prime Fisheries á Grænlandi keypti það af Eskju árið 2017 en seldi það skömmu síðar til rússneskrar útgerðar í Vladivostok.
Áhöfn Enima Astralis var bjargað í nærstatt skip og björgunarskip var komið á slysstað skömmu eftir að eldurinn kviknaði.
Enima Astralis er 77 metra langt, 14,5 metra breitt og er 3.129 brúttótonn.
|