23.01.2020 08:01

Gamli Aðalsteinn Jónsson Brennur i Barentshafi

eldur varð laus í rússneska togaranum Enima Astralis þar sem hann var á veiðum í Barentshafi á þriðjudagsmorgun.

Greint var frá þessu í færeyska netmiðlinum Fishfacts sem birtir myndskeið frá brunanum á lokaðri heimasíðu sinni.

Myndskeiðið, sem var tekið af skipstjóra skipsins sem fyrst kom á vettvang, má einnig skoða á vefsíðu Fiskeribladet. no.

Skipið var smíðað í Myklabust Mek skipasmíðastöðinni í Noregi árið 2002 og hét fyrst Ytterstad.

Árið 2006 keypti Eskja á Eskifirði skipið og hét það þá Aðalsteinn Jónsson.

Prime Fisheries á Grænlandi keypti það af Eskju árið 2017 en seldi það skömmu síðar til rússneskrar útgerðar í Vladivostok.

Áhöfn Enima Astralis var bjargað í nærstatt skip og björgunarskip var komið á slysstað skömmu eftir að eldurinn kviknaði.

Enima Astralis er 77 metra langt, 14,5 metra breitt og er 3.129 brúttótonn.

   Heimild Fiskifrettir 

 

       Enima Astralis ex Aðalsteinn Jónsson SU 11 Mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 836
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 606546
Samtals gestir: 25660
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 14:23:31
www.mbl.is