Kópaskersviti
|
Kópaskersviti mynd Þorgeir Baldursson i ágúst 2020 |
Vitinn var reistur árið 1945 og er hannaður af Axel Sveinssyni og er 14 metra hár.
Kópaskersviti var ekki tekinn í notkun fyrr en árið 1951 vegna erfiðleika við öflun ljóstækja. Vitanum svipar til Miðfjarðarskersvita frá árinu 1939 og Kögurvita frá árinu 1945,
en Kópaskersviti er þó mun hærri.
Vitinn stendur á Grímshafnartanga, norðan Kópaskers og er steinsteyptur, ferstrendur turn á lágum og breiðum stalli.
Vitinn er 2,2 metrar á breidd, 3,2 metrar á lengd og 10,6 metra hár, auk 3,4 metra hás ljóshúss.
Ljóshúsið sænskt af gerð með veggjum úr járnsteypu og eirþaki, var sett á vitann árið 1951. Vitinn var þá útbúinn með 210° díoptrískri 500 mm linsu og gasljóstækjum.
Veggir vitans voru upphaflega húðaðir ljósu kvarsi og lóðréttu böndin með hrafntinnu, en síðar var vitinn málaður hvítur og svartur en ljóshúsið rautt.