05.11.2020 23:43

245 ára hákarl án merkja um öldrun

                   Grænlandshákarl um borð i Bretting RE 508 mynd þorgeir Baldursson 

Vísindagrein á áhrifum öldrunar á heila um 245 ára gamals hákarls sýnir stórmerkilegar niðurstöður.

Rannsókn á 245 ára gömlum hákarli leiddi í ljós að heili dýrsins sýndi engin þekkt merki öldrunar. Þetta er talið benda til þess að heili hryggdýra geti haldist lítið eða óbreyttur í mjög langan tíma líkt og sýnt hefur verið fram á í háöldruðum einstaklingum (100 ára eða eldri).

Vísindagrein sem þetta sýnir birtist nýlega en þar var gerð rannsókn á áhrifum öldrunar á heila u.þ.b. 245 ára gamals hákarls í samanburði við sama ferli í heila manna. Hákarl þessi veiddist í haustralli Hafrannsóknastofnunar 2017 djúpt vestur af landinu.

Í frétt Hafrannsóknastofnunar um rannsóknina segir að öldrun hefur ýmis áhrif á frumur í heila manna sem eru vel þekktar. Rannsóknir hafa hinsvegar bent til að hákarl (Somniosus microcephalus ) geti náð óvenjulega háum aldri eða hæstum aldri allra hryggdýra jafnvel allt að 4-500 árum. Því var markmið rannsóknarinnar að athuga hvort að greina mætti svipuð áhrif öldrunar í heila hákarla eins og þekkt eru í heilum manna og rotta.

Niðurstaða rannsóknarinnar var að nánast engin þekkt merki öldrunar eins og hún lýsir sér í heila manna með próteinútfellingum og æðakölkun finndust í heila hákarlsins. Jafnframt sáust engin merki um taugahrörnun. Þetta bendir til að heili hryggdýra geti haldist lítið eða óbreyttur í mjög langan tíma líkt og sýnt hefur verið fram á í háöldruðum einstaklingum (100 ára eða eldri).

Höfundar greinarinnar leiða líkum að því að umhverfi og atferli séu ástæður þess hversu lengi hákarl lifir án sýnilegra áhrifa öldrunar á heila. Hákarl er talinn hægsyndur og heldur að mestu til í stöðugu en köldu umhverfi á tiltölulega miklu dýpi í sjó sem er um 4°C heitur. Þetta veldur því að líklega eru efnaskipti hæg og vísbendingar eru um að blóðþrýstingur hákarls sé mun lægri en hjá öðrum hákarlategundum. Lykillinn að háum aldri virðist því vera að hreyfa sig lítið og halda sig í kulda og myrkri a.m.k. fyrir hákarl.

Klara Jakobsdóttir, sérfræðingur á botnsjávarsviði, er einn af höfundum greinarinnar, sem má nálgast hér.

af vef Fiskifretta 

mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 858
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 618252
Samtals gestir: 26260
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 09:14:59
www.mbl.is