26.12.2020 23:09

Leituðu kajakræðara, sáu einungis hvali

 

             Hvalir á Pollinum á Akureyri  mynd þorgeir Baldursson 

Leitað var á þriðju klukkustund upp úr hádegi í dag að kajakræðara sem talinn var hafa lent í vandræðum í sjónum á milli Akureyrar og Svalbarðsstrandar, en enginn fannst. Álitið er að um missýn hafi verið að ræða, mögulega að hvalur hafi verið við yfirborð sjávar því leitarmenn sáu töluvert af hval.

Mikill fjöldi leitarmanna var ræstur út og aðgerðarstjórn virkjuð. Um var að ræða „fullt útkall“ eins og varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra orðaði það. Félagar í björgunarsveitinni Súlum leituðu á báti, sömuleiðis slökkviliðsmenn og starfsmenn Akureyrarhafnar á hafnsögubátum. Þá notaði lögreglan dróna sem tók bæði hitamyndir og kvikmynd. Björgunarsveitarmenn frá Siglufirði, Dalvík, Grenivík og Svalbarðsströnd voru líka kallaðir út en eftir að leit hafði staðið yfir í rúma tvo tíma og ekkert sést nema töluvert af hval að leik eða hangandi upp við yfirborðið, þótti einsýnt hvers kyns var. Hvalur sást bæði á Pollinum og utar, en tilkynnt var að meintur kajakræðari hefði verið í sjónum austur af Slippnum, nálægt Svalbarðsströnd. 

Varðstjóri hjá lögreglunni sagði að í raun hefði útkallið verið góð æfing og leitin afar nákvæm. Aðgerðir stóðu alls í þrjár klukkustundir og var hann einkar ánægður með „æfinguna“ því allir hefðu brugðist fljótt við og allt gengið vel.

Akureyri.net Greinir frá þessu i dag 

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 705
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 782
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 327951
Samtals gestir: 6583
Tölur uppfærðar: 30.9.2022 14:16:59
www.mbl.is