Tveimur skipverjum hefur verið bjargað en sautján er enn saknað. Um er að ræða bátinn Onega sem er með Murmansk sem heimahöfn.
Fimm skip hafa verið send á slysstaðinn og er skipverjanna leitað. Að sögn talsmanns rússneskra yfirvalda á báturinn að hafa sokkið vegna ísingar.
„Fimm skip hafa verið send á vettvang til að leita að mönnunum. Enn sem komið er hefur tveimur verið bjargað. Þeir voru í blautbúningum en ekki nálægt með hinum mönnunum,“ hefur Tass eftir heimildarmanni innan rússneska stjórnkerfisins.
visir.is Greinir frá