28.12.2020 11:18

Sau­tján saknað eftir að fiski­bátur sökk í Barents­hafi

 

Fiskibátur með nítján í áhöfn hefur sokkið á rússnesku hafsvæði í Barentshafi. Rússneska fréttaveitan Tass segir frá því að báturinn hafi sokkið nærri Novaya Zemlya í Arkhangelsk.

Tveimur skipverjum hefur verið bjargað en sautján er enn saknað. Um er að ræða bátinn Onega sem er með Murmansk sem heimahöfn.

Fimm skip hafa verið send á slysstaðinn og er skipverjanna leitað. Að sögn talsmanns rússneskra yfirvalda á báturinn að hafa sokkið vegna ísingar.

„Fimm skip hafa verið send á vettvang til að leita að mönnunum. Enn sem komið er hefur tveimur verið bjargað. Þeir voru í blautbúningum en ekki nálægt með hinum mönnunum,“ hefur Tass eftir heimildarmanni innan rússneska stjórnkerfisins.

visir.is Greinir frá 

                                     Onega.   photo Victor Morozov 

Name: ONEGAIMO: 7825590

Vessel Type - Generic: Fishing

Vessel Type - Detailed: Fishing Vessel

Status: Active

MMSI: 273445610

Call Sign: UASF

Flag: Russia [RU]

Gross Tonnage: 358

Summer DWT: 208 t

Length Overall x Breadth Extreme: 39.51 x 7.72 m

Year Built: 1979

Home Port: MURMANSK

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 650
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 782
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 327896
Samtals gestir: 6583
Tölur uppfærðar: 30.9.2022 13:34:20
www.mbl.is