24.06.2021 22:37

Árni Friðriksson kortleggur 17 þúsund ferkílómetra

 

                  2350 Árni Friðriksson RE 200 Mynd þorgeir Baldursson        
 

Árni Friðriks­son, rann­sókna­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, hélt af stað í kort­lagn­ingu hafs­botns­ins í gær og mun leiðang­ur­inn standa til 1. júlí. Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar að ætl­un­in er í þess­um leiðangri að kort­leggja 17 þúsund fer­kíló­metra svæði út við mörk efna­hagslög­sögu Íslands.

„Svæðið af­mark­ast af mæl­ing­um frá ár­inu 2018 í aust­ur og Reykja­nes­hrygg í vest­ur. Hafs­botn­inn er á um 1.300 – 2.200 metra dýpi. Í ein­fald­asta máli ræðst lög­un hans að miklu leyti af ná­lægð við rek­beltið þar sem ný skorpa mynd­ast á hryggn­um, kóln­ar og sekk­ur eft­ir því sem Evr­asíuflek­inn rek­ur í aust­ur,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þessi hluti af Reykja­nes­hrygg (merkt með gráu á kort­inu) var síðast mæld­ur árið 1994 í Char­les Darw­in leiðangr­in­um. Þá var beitt fjöl­geislamæli af teg­und­inni EM12.

Yfirlit fjölgeislamælinga Hafrannsóknastofnunar árin 2000 til 2020

Yf­ir­lit fjöl­geislamæl­inga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar árin 2000 til 2020 Kort/?Haf­rann­sókna­stofn­un

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1078
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 606788
Samtals gestir: 25674
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 16:54:17
www.mbl.is