14.08.2021 19:52

Helga María RE 1 landaði 170 tonnum í vikunni

                                                                                                                       1868 Helga Maria RE 1 Mynd þorgeir Baldursson 2021

Ísfisktogarinn Helga María AK hefur verið að veiðum á Vestfjarðamiðum í allt sumar og hafa aflabrögð verið með ágætum að sögn Friðleifs Einarssonar, skipstjóra.

Frá því segir á heimasíðu Brims að um mikil viðbrigði frá nokkrum síðustu sumrum sé að ræða þegar skipin þurftu að fara norður fyrir land til að fá afla vegna ördeyðu á Vestfjarðamiðum.

Aflinn í síðustu veiðiferð var um 170 tonn. Uppistaðan var þorskur en einnig veiddist töluvert af karfa. Aðrar tegundir voru ufsi og ýsa.

„Við byrjuðum á grunnslóðinni, Látragrunni og þar um kring, tókum svo karfaskammtinn okkar í Víkurálnum og enduðum svo í þorski á Kögurgrunni,” segir Friðleifur en hann segir ufsann hafa gert vart við sig af og til.

„Við reynum að forðast ýsuna eftir megni og svo er karfi alls staðar. Reyndar hefur karfinn verið að gefa eftir á Halanum en þangað var ekki farandi fyrr í sumar vegna mikillar karfagengdar. Það hefur ekki verið mikið af fiski í kantinum norður af Patreksfirði nú seinni partinn í sumar en það á væntanlega eftir að lagast.”

Nú líður að lokum kvótaársins en Friðleifur býst ekki við miklum áherslubreytingum þótt nýtt kvótaár gangi í garð.

„Markaðurinn ræður veiðum og vinnslu og við náum í þann afla sem vantar hverju sinni,” segir Friðleifur.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1088
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 618482
Samtals gestir: 26269
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 18:18:10
www.mbl.is