20.08.2021 23:04

Ragnar yfirgefur Island

                                                                                Skemmtisnekkjan Ragnar sigldi út Eyjafjörðin i kvöld áleiðis til Noregs Mynd þorgeir Baldursson 

.Lúxussnekkjan Ragnar er skráð á Möltu og gaman að rifja upp sögu hennar. Útlit Ragnars er mjög framúrstefnulegt. Upphaflega var skipið smíðað 2012 í Hollandi og hét Sanaborg og var ísbrjótur. Það er 68,2m á lengd og 14m á breidd. Ísbrjóturinn hafði svo legið ónotaður um hríð þegar núverandi eigandi eignaðist hann 2017 og réðist í að breyta honum í lúxussnekkju og lauk því verki snemma á þessu ári. Útlitið er sagt skýrast af áhuga eigandans á miðaldabardögum og vopnum þess tíma. Á yfirbyggingin að svipa til hjálms líkt og menn báru í bardögum þess tíma. Sérstaða Ragnars er að hann er með vottun til að sigla í ís. Á að geta haldið 4 mílna ferð í 50 cm. þykkum ís og athafnað sig í kulda allt niður í -35°C. Um borð er pláss fyrir 16 gesti sem geta gist í átta káetum, þar af eru tvær stórar svítur. Einnig er í skipinu að finna sundlaug, nuddpott, límasræktarsal og gufubað svo eitthvað sé nefnt. Ragnar er vel búinn ýmsum búnaði. Þar á meðal er þyrla, könnunarkafbátur, rib bátur, tvær sæþotur og Ripsaw EV2 lúxus skriðdreki!

Ekki hefur komið fram hverjir ferðast með Ragnari úti fyrir strönd Íslands, en fram hefur komið að vikuleiga er 75 milljónir króna. Það er því ekki á færi nema vel stæðra að leigja slíka lúxussnekkju.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1232
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 988
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 618626
Samtals gestir: 26287
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 23:39:09
www.mbl.is