02.09.2021 07:49Skemmtisnekkjur á Akureyri
Tvær lystisnekkjur hafa verið á Akureyri síðustu daga og vakið verðskuldaða athygli. Tvær þeirra, hvítar að lit, sem voru á Pollinum í gær, eru í eigu hjónanna Betsy og Dick DeVos að því er Fréttablaðið greindi frá á vef sínum í gærkvöldi. Betsy DeVos var menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Hjónin eru sögð eiga tíu sjóför, snekkjur og minni báta, að því er Fréttablaðið hermir. Akureyri.net veit ekki hvort hjónin séu sjálf hér á ferð. Um er að ræða snekkjurnar Legacy og Pursuit. Þau hjónin eiga tíu sjóför, bæði snekkjur og minni báta. Hvort þau hjónin séu um borð er ekki vitað. Snekkjurnar tvær eru skráðar á Cayman-eyjum. Pursuit var smíðuð árið 2009, er 49 metrar að lengd og níu metrar á breidd. Legacy er einum metra lengri, 9,31 metri á breidd og var smíðuð árið 2011. Hún er metin á um fimm milljarða dollara. Samkvæmt vefsíðunni Vesselfinder komu snekkjurnar hingað til lands frá St. Johns í Bandaríkjunum og lögðu af stað 9. júlí. Þær héldu svo af landi brott i gærkveldi en samkvæmt Marintraffic er það Greenogk i Skotlandi
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2319 Gestir í dag: 57 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 993740 Samtals gestir: 48564 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 11:09:39 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is