11.11.2021 23:04

AFLAGJÖLD ARCTIC FISH HÆKKA ÖRT

                                           Hafnarnes við Bryggju á Þingeyri  mynd þorgeir Baldursson 2021

Hafnargjöld sem Arctic Fish greiðir af eldisfiski stefna í að verða 59% hærri í ár en þau voru í fyrra. Árið 2020 voru hafnargjöldin greidd til þriggja sveitarfélaga, Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og Ísafjarðarbæjar samtals 42,5 m.kr. Á þessu ári stefnir í að þau verði 67,7 mkr.

Þetta kemur fram í svörum Arctic Fish við fyrirspurnum Bæjarins besta.

Í fyrra fóru 93% af hafnargjöldunum til Vesturbyggðar, 5% til Ísafjarðarbæjar og 1% til Tálknafjarðar. Á þessu ári er hlutur Vesturbyggðar nærri 96%.

Langstærstur hluti hafnargjaldanna er aflagjald. Í fyrra var það 38,8 m.kr. af 42,5 m.kr. Hafnargjöld voru 3,6 m.kr. og 0,1 m.kr. voru vörugjöld. Allt aflagjaldið rann til Vesturbyggðar þar sem það greiðist til löndunarhafnarinnar. Eldisfiski úr kvíum á Vestfjörðum var landað til slátrunar á Bíldudal.

Í fyrra kom stærstur hluti eldisfisks Arctic Fish úr kvíum við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Aflagjald af þeim fiski nam 31,1 m.kr. Af eldisfiski frá Kvígindisdal í Patreksfirði var greitt 7,7 m.kr. í aflagjald.

Aflagjöldin orðin 54 m.kr.

Fyrstu 10 mánuði ársins 2021 eru aflagjöldin orðin 54 m.kr. Nú er fiskurinn að mestu úr kvíum í Tálknafirði og Patreksfirði. Gert er ráð fyrir að aflagjöldin verði 63 mkr. á árinu og hækki um 62% milli ára.

BB.IS 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1651
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 3321
Gestir í gær: 184
Samtals flettingar: 599169
Samtals gestir: 25000
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 09:25:40
www.mbl.is