15.03.2022 07:53

Norsk stjórnvöld hafa hætt öllu samstarfi við Rússa í rannsókna- og þróunarstarfi.

 

                               Varðskipin Þór og Harstad á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

 

„Rússnesk stjórnvöld bera ábyrgð á þeirri alvarlegu stöðu sem er komin upp í Evrópu og innrás Rússa í Úkraínu hefur einnig áhrif á þáttöku þeirra í sameiginlegu rannsókna- og

 

þróunarstarfi,“ segir Ola Borten Moe menntamálaráðherra Noregs.

 

„Af þessum sökum frestum við öllum viðræðum við rússnesk stjórnvöld og að meginreglan verður sú að allir stofnanasamningar milli norskra og rússneskra rannsókna- og

 

menntastofnana verða lagðir á ís.“

 

Norðmenn hafa verið í töluverðum samskiptum við Rússa í sjávarútvegi og samstarf hefur verið milli þjóðanna í hafrannsóknum.

 

Þá er Úkraína mikilvægur markaður fyrir norskar sjávarafurðir, ekki síst eftir að Rússar lokuðu á innflutning í kjölfar refsiaðgerða sem Evrópuríki samþykktu eftir að Rússar lögðu undir

 

sig Krímskaga árið 2014.

 

Á síðasta ári seldu Norðmenn sjávarfang til Úkraínu fyrir 2,2 milljarða norskra króna, sem samsvarar um það bil 33 milljörðum íslenskra króna. Bróðurparturinn af því er eldislax, en

 

einnig bæði síld og makríll. Ekkert ríki selur meira af sjávarafurðum til Úkraínu en Norðmenn.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 148
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1506
Gestir í gær: 141
Samtals flettingar: 605858
Samtals gestir: 25598
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 04:37:43
www.mbl.is